Samhliða aukningu á beiðnum til teymisins hefur starfsfólki fjölgað og nú hefur verið ráðið í stöðu félagsfræðings, teymisstjóra og yfirlæknis.
Fólk þarf ekki að fá beiðni frá lækni til að hitta transteymið. Einungis þarf að senda tölvupóst á transteymi@landspitali.is og leggja fram beiðni um viðtal.
Transteymi Landspítala leggur mikið upp úr góðu samstarfi við Samtökin ‘78 og Trans Ísland og trúa því að samvinna og reglulegir fundir hjálpi til við að veita bestu þjónustuna.
Í myndbandinu er rætt við Sigríði Jónu Bjarnadóttur, teymisstjóra transteymis fullorðinna, Landspítala og Dr. Elizabeth McElrea, yfirlækni transteymis Landspítala.
Aukin þjónusta transteymis Landspítala from Landspítali on Vimeo.