Þóra útskrifaðist með Bsc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 2006 og Msc. í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Bifröst 2010. Á þeim tíma starfaði hún á Hrafnistu í Hafnarfirði og meðal annars sem hjúkrunardeildarstjóri frá 2011-2016.
Haustið 2016 hóf Þóra störf á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi og tók við starfi aðstoðardeildarstjóra sumarið 2019. Hún lauk svo Msc. í gjörgæsluhjúkrun 2023.
„Á gjörgæsludeildum Landspítala er tekið á móti sjúklingum með bráð og alvarleg veikindi, eftir fjöláverka eða stórar sérhæfðar skurðaðgerðir. Það eru því margar áskoranir sem starfsfólk deildarinnar þarf að takast á við í daglegu starfi. Ég er mjög spennt að hefja störf sem hjúkrunardeildarstjóri gjörgæsludeildarinnar í Fossvogi og halda áfram að efla gjörgæsluhjúkrun með því frábæra starfsfólki sem vinnur á deildinni.“