Á myndinni eru Arna Dögg Einarsdóttir yfirlæknir, Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkraprestur og Ólöf Ásdís Ólafsdóttir hjúkrunardeildarstjóri.
Markmið líknarmeðferðar er að fyrirbyggja og lina þjáningar með því að greina snemma, meta vel og meðhöndla verki og önnur líkamleg einkenni, sem og sálræna, félagslega og andlega/tilvistarlega þjáningu.
Ólíkt því sem margir halda einskorðast starfsemi Líknardeildarinnar ekki við lífslokameðferð, heldur er fólki með tímabundin einkenni einnig sinnt og eru þeir sumir hverjir útskrifaðir heim að meðferð lokinni.
Deildin vinnur mjög náið með öðrum sérgreinum og starfar einnig með Heru, sem er sérhæfð líknarheimaþjónusta sem sinnir sjúklingum sem dveljast heima.
Í tilefni dagsins voru starfsmenn heiðraðir sem lengst hafa starfað á Líknardeild. Frá vinstri: Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkraprestur, Brynhildur Baldursdóttir sjúkraliði, Valgerður Sigurðardóttir, fyrrum yfirlæknir, Ásta Óladóttir sjúkraliði og Sigríður Jónsdóttir sjúkraliði.
Veikindi eins fjölskyldumeðlims hefur áhrif á alla þá sem standa honum næst. Því leggur deildin mikla áherslu á að taka vel á móti fjölskyldumeðlimum á þessum viðkvæma tíma í þeirra lífi til að þeir geta átt góðar stundir með sínum nánustu.
Í líknarmeðferð er lögð áhersla á:
- samræður um stöðu sjúkdóms, hvert eigi að stefna í meðferð og hverjar séu óskir sjúklings
- að meta líðan og þarfir sjúklings og fjölskyldu hans
- að fyrirbyggja og meðhöndla einkenni
- að styðja sjúkling og fjölskyldu hans til að takast á við breyttar aðstæður
- samstarf heilbrigðisstarfsfólks
Húsnæði deildarinnar í Kópavogi hýsti áður Kópavogshæli, en eftir að sú starfsemi lagðist af stóð húsið autt þar til að Líknardeildin fékk sitt framtíðarhúsnæði með góðri hjálp frá Oddfellow reglunni á Íslandi.
Það var fyrir tilstuðlan Oddfellow reglunnar á Íslandi sem Líknardeildin fékk húsnæði í Kópavogi.
Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Ólöfu Ásdísi Ólafsdóttur hjúkrunardeildarstjóra og Örnu Dögg Einarsdóttur, yfirlækni á Líknardeild, sem fara nánar yfir starfsemi deildarinnar.