Þann 16. apríl var haldið málþing til minningar um Dr. Gunnar Mýrdal Einarsson og veittur styrkur úr minningarsjóði hans.
Gunnar Mýrdal var yfirlæknir hjarta- og lungnaskurðlækninga á Landspítala. Hann lést 10. september árið 2020 eftir harðvítuga baráttu við krabbamein, aðeins 56 ára að aldri.
Ævar Örn Úlfarsson og Dr. Sigurbergur Kárason fengu afhenda styrki úr minningarsjóði Dr. Gunnars Mýrdal Einarssonar.
Stjórn Minningarsjóðs Dr. Gunnars Mýrdal: Dr. Felix Valsson svæfinga- og gjörgæslulæknir, Dr. Ingibjörg Kristjánsdóttir hjartalæknir, og Dr. Tómas Þór Kristjánsson, brjóstholsskurðlæknir og yfirlæknir á Landspítala.
Fjölmennt var á málþinginu.