Gunnar Mýrdal var yfirlæknir hjarta- og lungnaskurðlækninga á Landspítala. Hann lést 10. september árið 2020 eftir harðvítuga baráttu við krabbamein, aðeins 56 ára að aldri.
Gunnar varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands 1984 og lauk prófi frá læknadeild Háskóla Íslands vorið 1991. Hann lauk sérnámi í almennum skurðlækningum 1998 og í hjarta- og lungnaskurðlækningum árið 2001 við Uppsala Akademiska Sjukhus. Þá varði hann doktorsritgerð sína “Lung Cancer Epidemiological and Clinical studies with Special References to Surgical Treatment” við sama háskóla vorið 2003. Hann starfaði við Uppsala Akademiska Sjukhus árin 1998-2008, þar af sem yfirlæknir árin 2006-2008.
Gunnar fluttist heim til Íslands árið 2008 og starfaði sem sérfræðingur í hjarta- og lungnaskurðlækningum á Landspítala, þar af sem yfirlæknir sérgreinarinnar frá 2016. Gunnar var virkur í félagsstörfum lækna og sat í stjórn Læknafélags Íslands 2018-2020 sem gjaldkeri og aðildarfulltrúi Félags sjúkrahúslækna. Einnig lauk hann MBA námi í stjórnun frá Háskóla Reykjavíkur árið 2016. Eftir hann liggja margar fræðigreinar og rannsóknarskýrslur.
Dagskrá málþings má nálgast hér.