Jón Baldvin var ráðinn til starfa sem upplýsingafulltrúi á bæði Landspítala og Sjúkrahús Reykjavíkur árið 1999 og var einn af fyrstu þremur starfsmönnunum sem sinna átti báðum spítölum. Hann var því innsti koppur í búri í sameiningu spítalanna árið 2000 og átti einnig forgöngu um að byggja upp virka upplýsingamiðlun um málefni spítalans.
Á málþinginu var litið yfir farinn veg og fjallað um sameiningu spítalanna, fyrirheitið um öflugt háskólasjúkrahús og hina miklu baráttu fyrir því að staðið yrði við gefin loforð um að reisa Nýjan Landspítala.
Samofnar þessari sögu eru hinar miklu breytingar sem hafa orðið á fjölmiðlun frá aldamótum og þróun í miðlun um heilbrigðismál. Loks var horft til framtíðar við gerbreyttar aðstæður í nýju húsnæði við Hringbraut.
Ef smellt er á meðfylgjandi myndband er hægt að horfa á hvert erindi fyrir sig.
Jón Baldvin Halldórsson - málþing haldið honum til heiðurs from Landspítali on Vimeo.