Á Landspítala hefur skapast sú hefð á ársfundi spítalans að heiðra starfsfólk fyrir góð störf í takt við gildi og stefnu spítalans. Tilnefningar hafa verið sóttar til starfsfólks spítalans en að þessu sinni verður opið fyrir tilnefningar frá starfsfólki, stjórnendum, sjúklingasamtökum, sjúklingum og aðstandendum.
Markmiðið með heiðrunum er að draga fram það fjölbreytta starf sem starfsfólk Landspítala vinnur og beina sérstaklega sjónum að öllum aukaskrefunum sem starfsfólk stígur til að sýna umhyggju og fagmennsku í starfi og tryggja góða þjónustu við sjúklinga.
Hér er hægt að tilnefna starfsmann eða teymi.
Sjá einnig auglýsingu um tilnefningu til heiðrana