Bráðadagurinn 2024 verður föstudaginn 1. mars kl. 9:00 - 15:00 á Hotel Natura. Yfirskriftin er „Ofbeldi – framfarir í bráðaþjónustu við þolendur“. Áhersla á ofbeldi í íslensku samfélagi, umfang vandans og framfarir í bráðaþjónustu við þolendur ofbeldis.
Bráðadagurinn er uppskeruhátíð rannsókna- og starfsþróunarverkefna bráðaþjónustu og um leið mikilvægur liður í símenntun starfsfólks.
Ráðstefnuna sækir fagfólk í þjónustu bráðveikra einstaklinga hvaðanæva í samfélaginu.
Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna. Síðasti skráningardagur er 27. febrúar 2024.
Ráðstefnugjald er 14.000 kr. Frítt er fyrir starfsfólk Bráðamótttöku.
Nánari upplýsingar: Vefsíða Bráðadagsins