Ingunn lauk B.Sc. í hjúkrunarfræði 1991 og viðbótardiploma í sýkingavörnum og smitsjúkdómahjúkrun í febrúar 2023. Hún hefur starfað á Landspítala frá 1991, lengst af á sýkingavarnadeild.
Sýkingavarnadeild er stoðdeild sem styður við starfsemi Landspítala með það að markmiði að fyrirbyggja og draga úr spítalasýkingum og dreifingu ónæmra örvera í umhverfi.
„Sýkingavarnir eru gríðarlega mikilvægar m.t.t. öryggis sjúklinga og starfsmanna. Ég hlakka til að takast á við nýjar áskoranir. Ein af þeim er að bæta og auka skráningu spítalasýkinga sem er nauðsynleg fyrir allt umbótastarf.“
Sýkingavarnadeild er stoðdeild sem styður við starfsemi Landspítala með það að markmiði að fyrirbyggja og draga úr spítalasýkingum og dreifingu ónæmra örvera í umhverfi.
„Sýkingavarnir eru gríðarlega mikilvægar m.t.t. öryggis sjúklinga og starfsmanna. Ég hlakka til að takast á við nýjar áskoranir. Ein af þeim er að bæta og auka skráningu spítalasýkinga sem er nauðsynleg fyrir allt umbótastarf.“