Fimmtudaginn 8. febrúar munu Blóðbankinn og Neistinn hvetja menn sérstaklega til að gefa blóð.
Hjartabörn hafa býsna mörg þurft að nota þjónusta bankans og vilja aðstandendur þeirra þakka fyrir sig með því að gefa blóð og hvetja aðra til samflots.
Blóðsöfnunin stendur allan fimmtudaginn 8. febrúar.
Snorrabraut 60. Opið frá 08:00 - 19:00.
Glerártorg, Akureyri. Opið 10:00 - 17:00.
Neistinn stendur við bakið á fjölskyldum barna og ungmenna með hjartagalla, styrkir þær félagslega og fjárhagslega og miðlar fræðslu hvers kyns sem lýtur að hjartagöllum og meðferð þeirra. Neistinn er bakhjarl Styrktarsjóðs hjartveikra barna, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.
Til að mæta þörfum samfélagsins þarf Blóðbankinn um 12.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag. Fjöldi virkra blóðgjafa eru um 7.000. Til að viðhalda þeim hópi þarf um 2.000 nýja blóðgjafa á hverju ári.
Traust og örugg blóðgjöf byggir á heilbrigðum blóðgjöfum. Gott heilsufar er því forsenda blóðgjafar og mikilvægt að kynna sér reglur sem gilda varðandi blóðgjafir. Með því að gefa blóð gefur þú dýrmæta gjöf og getur þannig bjargað mannslífi á einfaldan hátt.