Stjórn minningarsjóðs Dr. Gunnars Mýrdals Einarssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr minningarsjóði Dr. Gunnars Mýrdals Einarssonar.
Minningarsjóðurinn veitir þann 11. apríl næstkomandi í fyrsta sinn styrk til vísindarannsókna á sviði brjóstholsskurðlækninga og meðhöndlunar með stuðningstækjum (assisted device) við blóðrás td LVAD, ECMO, Impella.
Gunnar hefði orðið sextugur þann 11. apríl en hann lést haustið 2020 fyrir aldur fram eftir baráttu við krabbamein.
Einn styrkur að andvirði 1.000.000 kr. og annar að andvirði 500.000 kr. verða veittir að þessu sinni.
Það er stjórn Minningarsjóðsins sem mun meta umsóknir en í henni sitja Ingibjörg Kristjánsdóttir hjartalæknir, Dr.Felix Valsson svæfinga- og gjörgæslulæknir og Tómas Þór Kristjánsson, brjóstholsskurðlæknir og yfirlæknir á Landspítala.
Dr. Gunnar Mýrdal lauk prófi frá Læknadeild HÍ vorið 1991 og sérfræðinámi í almennum skurðlækningum 1998 og brjóstholsskurðlækningum árið 2001 frá Uppsala Akademiska Sjukhus. Þá varði hann doktorsritgerð sína „Lung Cancer Epidemiologcal and Clinical studies with Special References to Surgical Treatment“ við sama háskóla vorið 2003. Hann starfaði við Uppsala Akademiska Sjukhus frá árinu 1998-2008 og þar af sem yfirlæknir árin 2006-2008. Gunnar fluttist til Íslands árið 2008 og starfaði sem sérfræðilæknir á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og sem yfirlæknir frá árinu 2016. Einng lauk hann MBA námi í stjórnun frá Háskóla Reykjavíkur árið 2016. Eftir hann liggja margar fræðigreinar.
Umsóknir skuli innihalda:
- Ferilskrá (CV)
- Rannsóknarplan (1-3 bls að lengd)
Umsóknir skal senda á ingibk@landspitali.is í síðasta lagi 8.mars 2024.