SKÝ verðlaunar árlega fyrirtæki og stofnanir sem hafa náð góðum árangri við að nýta sér upplýsingatækni í starfseminni.
Landspítali er tilnefndur í flokknum UT-Fyrirtæki ársins en í umsögn SKÝ með tilnefningunni segir meðal annars:
Landspítali rekur og þjónustar eitt stærsta og flóknasta tækniumhverfi landsins. Sjúkraskrá spítalans vegur þar þyngst og samanstendur af yfir 100 tölvukerfum. Auk þess hefur Landspítali þróað Heilsugátt sem tengir saman öll undirliggjandi kerfi og hefur rækilega sannað sig sem lykil verkfæri heilbrigðisstarfsfólks spítalans. Flestar heilbrigðisstofnanir landsins nýta Heilsugátt sem og fjölmörg sérhæfð kerfi Landspítala. Síðustu ár hefur verið sérstök áhersla fjarheilbrigðisþjónustu og aðkomu sjúklinga að eigin meðferð. Landspítala appið spilar þar veigamikið hlutverk og hefur fengið sérlega góðar viðtökur. Samhliða hefur verið lögð áhersla á nýsköpun og samstarf við nýsköpunarfyrirtæki.
Nánari upplýsingar:
2024 UT-verðlaun Ský tilnefningar (sky.is)