Róbert Magnússon hefur verið ráðinn deildarstjóri gæðadeildar Landspítala. Á gæðadeild er unnið að mótun og samhæfingu á gæðakerfi spítalans, rekstri gæðahandbókar, undirbúningi vottanna sem og almennum gæðamálum og umbótum.
Róbert lauk B.Sc. í líffræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og M.Sc. í líffræði með áherslu á sameindalíffræði 2010 frá sama skóla. Frá útskrift og til 2015 starfaði Róbert hjá líftæknifyrirtækinu Roche NimbleGen hér á Íslandi og í Bandaríkjunum. Frá 2015 og þar til nú starfaði Róbert í gæðamálum hjá Össuri og leiddi þar uppbyggingu gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins á alþjóðavísu. Róbert mun nú leiða gæðadeild Landspítalans og samræmingu gæðamála innan spítalans.
„Ég er virkilega spenntur að ganga til liðs við Landspítalann og taka þátt í gæðastarfi spítalans. Fram undan eru mikilvæg verkefni til að styrkja frekar gæðastjórnunarkerfi spítalans sem ég trúi að muni auka skilvirkni sem og stuðla að öflugu gæðastarfi og gæðaþjónustu fyrir sjúklinga og starfsfólk Landspítalans,“ segir Róbert