Þórður Þórarinn Þórðarson hefur verið ráðinn yfirlæknir Vökudeildar Barnaspítala Hringsins frá 1. janúar 2024.
Þórður lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands 2005, sérfræðinámi í barnalækningum frá Drottning Silvias Barnsjukhus í Gautaborg 2013 og sérfræðinámi í nýburalækningum við sama sjúkrahús 2015. Þórður starfaði á nýburalækningadeild Drottning Silvias Barnsjukhus á árunum 2013-2021, þar af sem yfirlæknir 2020-2021.
Þórður hóf störf á Landspítalanum í september 2021 og tekur við starfi yfirlæknis Vökudeildar 1. Janúar 2024. Markmið hans verður að auka möguleika á samveru foreldra og barna enn frekar og efla teymisvinnu ásamt því að bæta aðgengi að gögnum með það að markmiði að fylgja eftir árangri starfseminnar og einfalda rannsóknarvinnu.