Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti starfsfólki Landspítala jólaávarp á reglubundnum starfsmannafundi forstjóra þriðjudaginn 19. desember. Í ávarpinu vék forsætisráðherra að því mikla þrekvirki sem starfsfólk Landspítala vann í gegnum COVID-faraldurinn en spítalinn var á hættustigi fram í mars á þessu ári sem er að líða. Sagði hún spítalann jafnframt hafa sýnt styrk sinn á þessu ári, þrátt fyrir erfið ár á undan, og vel hafi tekist til við að vinna á biðlistum og fjölga aðgerðum.
Sérstaklega færði forsætisráðherra þakkir starfsfólki sem stendur vaktina á spítalanum yfir hátíðarnar.