Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 12. desember 2023 í Hringsal, Landspítala. Styrkirnir námu 1,5 og 3 milljónum króna hver, en veitt var úr sjóðnum í fyrsta skipti til 2ja ára. Vísindasjóður Landspítala í krafti vinnu Vísindaráðs Landspítala hefur veitt styrki til ungra vísindamanna á Landspítala síðan árið 2011 og nemur heildarfjárhæð styrkja sem sjóðurinn hefur úthlutað til ungra vísindamanna rúmlega 150 milljónum króna. Markmið þessara styrkja er að efla klínískar rannsóknir á Landspítala og styðja við rannsóknarvirkni nýútskrifaðra starfsmanna spítalans. Þórarinn Guðjónsson, prófessor og forseti Læknadeildar Háskóla Íslands, setti athöfnina og flutti ávarp. Marianne Elisabeth Klinke, prófessor og starfandi formaður Vísindaráðs kynnti styrkjaflokkinn og Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala og formaður Vísindasjóðs afhenti styrkþegum viðurkenningarskjal. Styrkþegar fluttu að lokum stuttan fyrirlestur til kynningar á sínum fjölbreyttu vísindaverkefnum. Fundarstjóri var Marianne Elisabeth Klinke.
Styrkhafar eru eftirfarandi í stafrófsröð:
- Elías Sæbjörn Eyþórsson, sérfræðilæknir, lyflækningum.
Meðumsækjandi: Sigurður Yngvi Kristinsson, sérfræðilæknir, lyflækningum krabbameina og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: A multivariable model to predict the need for bone marrow sampling in individuals with MGUS.
Hlýtur styrk að upphæð 3.000.000 íkr sem veittur er til 2 ára. - Hrafnhildur Gunnarsdóttir, sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðasviði.
Meðumsækjandi: Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, sérfræðilæknir, skrifstofu framkvæmdastjóra lækninga og klínískur prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Primary Aldosteronism in Iceland.
Hlýtur styrk að upphæð 1.500.000 íkr. - Oddný Brattberg Gunnarsdóttir, sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðasviði.
Meðumsækjandi: Berglind Aðalsteinsdóttir, sérfræðilæknir, hjartalækningum.
Rannsókn: The Icelandic Hypertrophic Cardiomyopathy Project: A recall-by-genotype study on MYBPC3 founder mutation carriers.
Hlýtur styrk að upphæð 3.000.000 íkr. sem veittur er til 2 ára. - Páll Guðjónsson, sérfræðilæknir, lyflækningum krabbameina.
Meðumsækjandi: Karl Konráð Andersen, yfirlæknir, hjartalækningum og prófessor við Háskóla Íslands
Rannsókn: Indications and adverse effects of amiodarone in Icelands.
Hlýtur styrk að upphæð 3.000.000 íkr. sem veittur er til 2 ára. - Scott Gribbon, fótaaðgerðarfræðingur og verkefnastjóri, tauga- og smitsjúkdómalækningum.
Meðumsækjendur: Guðrún Kristjánsdóttir, forstöðumaður fræðasviðs, Kvenna- og barnasviði og prófessor við Háskóla Íslands, Brynja Örlygsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun og prófessor við Háskóla Íslands og Stefan Nilson, prófessor við Gautaborgarháskóla.
Rannsókn: The extent of extremity pain in Icelandic schoolchildren and understanding the burden of paediatric leg pain.
Hlýtur styrk að upphæð 1.500.000 Íkr.