Lionsklúbburinn Fjörygn afhenti BUGL húsbúnað og tæki í nýuppgert hópmeðferðarherbergi sem fékk andlitslyftingu eftir mygluskemmdir.
Húsbúnaðurinn og tækin verða notuð fyrir hópmeðferðir og stærri fundi vegna barna í þjónustu BUGL.
Fjörgyn og BUGL hafa átt í margra ára góðu sambandi og hefur Fjörgyn styrkt BUGL rausnarlega í gegn um árin.
BUGL þakkar kærlega fyrir góðvildina og gott samstarf.