Blóðbankinn hélt upp á 70 ára afmæli á föstudaginn með glæsilegu málþingi. Þar hélt meðal annars erindi Dr. John Tisdale sem er einn af fremstu vísindamönnum í heims á sviði genalækninga. Hann hefur helgað starfsferli sínum að finna lækningu við sigðkornablóðleysi (e. sickle cell disease) en það alvarlegur erfðasjúkdómur meðal fólks með uppruna frá svæðum Afríku og Asíu þar sem malaríusýkillinn er landlægur.
Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra, sem báðir eru blóðgjafar, ávörpuðu einnig samkomuna og flutt starfsfólki Blóðbankans þakkir fyrir sitt framlag til íslenska heilbrigðiskerfisins.
Svipmyndir frá málþinginu: