Landspítali hefur í dag verið færður á óvissustig vegna þess almannavarnarástands sem nú ríkir á Reykjanesi og hefur viðbragðsstjórn spítalans verið virkjuð.
Óvissustig er fyrsta og vægasta stigun í viðbragðsáætlun Landspítala en samkvæmt henni hefst nú undirbúningur fyrir væntan atburð til að gæta fyllsta öryggis.
Stjórnendur á Landspítala fylgjast vel með þróun mála á Reykjanesi og eru fulltrúar spítalans hluti af teyminu sem starfar í samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð.