Gjörgæslan á Landspítalanum við Hringbraut fékk rausnarlega peningagjöf á dögunum frá Önnu Gunnlaugsdóttur en hún safnaði fé í Reykjarvíkurmaraþoni í sumar og var þar í fjórða sæti yfir þá einstaklinga sem söfnuðu mest.
Ástæða þess að Anna hljóp fyrir gjörgæsluna er sú að í mars síðastliðnum lenti bróðir hennar, Árni, í alvarlegu slysi og var á gjörgæslu í 8 vikur, þar af voru 7 vikur sem honum var haldið sofandi. Anna vildi með þessu þakka fyrir umhyggju og velvild sem hún segir að starfsfólk deildarinnar hafi sýnt bróður sínum.
Anna, Árni bróðir hennar og Aðalheiður eiginkona hans, komu í heimsókn á deildina nýlega. Þar hittu þau starfsfólk deildarinnar og afhentu söfnunarféð sem verður nýtt til að efla tækjakost.
Gjörgæslan á Hringbraut þakkar kærlega fyrir gjöfina og velvild í hennar garð.
Á myndinni eru: Frá vinstri Anna Gunnlaugsdóttir, Árni bróðir hennar, Aðalheiður eiginkona hans, Árni deildarstjóri gjörgæslunnar á Hringbraut og Sigurbergur yfirlæknir.