Fjórir rúmenskir heilbrigðisstarfsmenn, allt lyfjafræðingar að mennt, nutu í október 2023 tveggja vikna þjálfunar á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala í nýburaskimun. Tilgangurinn er að bæta nýburaskimun í heimalandinu.
Við nýburaskimun eru gerðar blóðrannsóknir á öllum nýfæddum börnum til að ganga úr skugga um hvort þau hafi sjaldfgæfa og stundum mjög alvarlega meðfædda efnaskiptasjúkdóma.
Við fæðingu geta börnin sýnst fullkomlega eðlileg en ef sjúkdómarnir uppgötvast ekki nógu snemma, þannig að hægt sé að grípa til viðeigandi meðhöndlunar, geta afleiðingarnar orðið mjög alvarlegar. Á sama hátt getur öllu breytt til góðs að uppgötva sjúkdóminn nógu snemma og hefja þá strax meðferð.
Á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala hefur frá árinu 2007 verið nýttur til mælinga við nýburaskimun flókinn tækjabúnaður, svokallaður raðmassagreinir. Í flestum vestrænum löndum er þessi tækni notuð við nýburaskimun, en í sumum löndum ekki. Það á til dæmis við um Rúmeníu.
Háskólarannsóknastofan MEDFUTURE, sem staðsett er í Cluj í Rúmeníu, fékk styrk frá Evrópusambandinu, Evrópska efnahagssvæðinu (Noregur, Ísland og Lichtenstein) og heilbrigðisyfirvöldum í Rúmeníu, fyrir verkefninu METABOMS (Titill verkefnisins er: "Improving access to preventive healthcare services through the development of an analytical laboratory and a neonatal screening pilot program for vulnerable groups, including the Roma population") til að setja upp raðmassagreiningu fyrir nýburaskimun hjá sér.
Í gegnum samstarf við Háskólann í Reykjavík komu fjórir rúmenskir lyfjafræðingar til Íslands í tveggja vikna þjálfun á nýburaskimunardeild erfða- og sameindalæknisfræðideildar (ESD) á Landspítala til þess að læra mæliaðferðina og kynna sér túlkun niðurstaðna. Ef vel gengur verður nauðsynlegum tækjabúnaði og samsvarandi mæliaðferðum komið upp fyrir alla nýburaskimun í Rúmeníu. Leiðbeinendur ESD voru Sheilah, Saga, Freyr og Leifur.
Á myndinni: Luisa Bogos, Andrea Soporan, prófessor Cristina Iuga og Radu Moldovan.
Við nýburaskimun eru gerðar blóðrannsóknir á öllum nýfæddum börnum til að ganga úr skugga um hvort þau hafi sjaldfgæfa og stundum mjög alvarlega meðfædda efnaskiptasjúkdóma.
Við fæðingu geta börnin sýnst fullkomlega eðlileg en ef sjúkdómarnir uppgötvast ekki nógu snemma, þannig að hægt sé að grípa til viðeigandi meðhöndlunar, geta afleiðingarnar orðið mjög alvarlegar. Á sama hátt getur öllu breytt til góðs að uppgötva sjúkdóminn nógu snemma og hefja þá strax meðferð.
Á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala hefur frá árinu 2007 verið nýttur til mælinga við nýburaskimun flókinn tækjabúnaður, svokallaður raðmassagreinir. Í flestum vestrænum löndum er þessi tækni notuð við nýburaskimun, en í sumum löndum ekki. Það á til dæmis við um Rúmeníu.
Háskólarannsóknastofan MEDFUTURE, sem staðsett er í Cluj í Rúmeníu, fékk styrk frá Evrópusambandinu, Evrópska efnahagssvæðinu (Noregur, Ísland og Lichtenstein) og heilbrigðisyfirvöldum í Rúmeníu, fyrir verkefninu METABOMS (Titill verkefnisins er: "Improving access to preventive healthcare services through the development of an analytical laboratory and a neonatal screening pilot program for vulnerable groups, including the Roma population") til að setja upp raðmassagreiningu fyrir nýburaskimun hjá sér.
Í gegnum samstarf við Háskólann í Reykjavík komu fjórir rúmenskir lyfjafræðingar til Íslands í tveggja vikna þjálfun á nýburaskimunardeild erfða- og sameindalæknisfræðideildar (ESD) á Landspítala til þess að læra mæliaðferðina og kynna sér túlkun niðurstaðna. Ef vel gengur verður nauðsynlegum tækjabúnaði og samsvarandi mæliaðferðum komið upp fyrir alla nýburaskimun í Rúmeníu. Leiðbeinendur ESD voru Sheilah, Saga, Freyr og Leifur.
Á myndinni: Luisa Bogos, Andrea Soporan, prófessor Cristina Iuga og Radu Moldovan.