„Edda“ nefnist nýtt rafrænt námsumsjónarkerfi sem ætlað er að halda utan um sí- og endurmenntun starfsmanna á Landspítala og verður tekið í gagnið í lok nóvember 2023.
Sí- og endurmenntun starfsfólk bæði bætir starfsánægju þess og eykur öryggi sjúklinga. Í Eddu verður hægt að nálgast námsefni hvar og hvenær sem er og stjórnendur munu fá yfirsýn yfir námsframvindu starfsfólks. Eftir sem áður verða áfram haldin staðarnámskeið en Edda verður viðbótar menntunarform.
Ölflugur verkefnahópur hefur unnið að innleiðingunni á Eddu með aðkomu menntadeildar og starfsfólks í klíník og verður kerfið formlega tekið í notkun 30. nóvember. Í undirbúningi er að kynna starfsfólki kerfið bæði með myndböndum og heimsóknum á deildir.
Á innri vefnum: Leiðbeiningar fyrir Eddu - rafræna fræðslu (Undir Hjálpargögn / Reglur, leiðbeiningar, handbækur)
Viðmælendur í myndskeiðinu:
Ólafur G. Skúlason framkvæmdastjóri hjúkrunar
Kristín Salín Þórhallsdóttir, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala