Iðjuþjálfar víða um heim fagna alþjóðadegi iðjuþjálfunar 27. október 2023 sem hefur yfirskriftina „Samstaða og samfélag“.
Á Landspítala starfa um 40 iðjuþjálfar sem vinna markvisst að því að bæta færni einstaklinga sem skerðist við slys eða veikindi.
Í tilefni dagsins heldur Iðjuþjálfafélag Íslands málþing þar sem markmiðið er að draga fram í dagsljósið þau mikilsverðu verkefni sem iðjuþjálfar á Íslandi vinna að.
Myndir (í þessari röð): Iðjuþjálfar Landakoti, Grensásdeild, geðþjónustu og Fossvogi.