Hér er snögg innsýn í störf þroskaþjálfa á barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL). Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa var 2. október 2023 og af því tilefni var minnt á störf stéttarinnar sem og mikilvægi hennar í velferðar- og menntakerfinu, jafnt hér á landi sem á heimsvísu.
Þroskaþjálfar á BUGL starfa þétt með öðrum fagstéttum í teymum svo sem með læknum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum og uppeldisfræðingum. Staða barna í þroska er metin og þeim fengin viðeigandi verkefni. Þetta er krefjandi en gefandi starf og veitir tækifæri til að vinna með öðrum fagstéttum.
Þroskaþjálfar hafa mikilvægu hlutverki að gegna og þjóna fjölbreyttum hópum í samfélaginu. Alls eru starfandi 6 þroskaþjálfar á BUGL auk eins nemanda en þau eru alltaf tilbúin til að stækka hópinn.
Vefur BUGL
Viðmælendur í myndskeiðinu:
- Guðrún Erla Hilmarsdóttir, þroskaþjálfi í átröskunarteymi á göngudeild BUGL
- Sólveig Halldórsdóttir, þroskaþjálfi á legudeild BUGL
- Íris Dögg Sigurðardóttir, þroskaþjálfi og teymisstjóri í greiningarteymi á göngudeild BUGL