Árleg alþjóðleg vika opins aðgangs verður haldin víða um lönd 23. til 29. október 2023. Yfirskrift vikunnar er „Samfélag fram yfir markaðsvæðingu“ (e. Community over Commercialization).
Í alþjóðlegri viku opins aðgangs stendur Samstarfshópur háskólabókasafna á Íslandi um opin vísindi/opinn aðgang, sem Heilbrigðisvísindabókasafnið er hluti af, fyrir fjórum vefkynningum á Teams og einni málstofu. Á viðburðunum verður fjallað um um ýmsar hliðar opins aðgangs og opinna vísinda. Vefkynningarnar verða í höndum erlendra sérfræðinga á viðkomandi sviðum og fara fram á ensku. Málstofan sem fer fram í Grósku og á Teams verður á íslensku.
Dagskrá og skráning - skráningar er þörf á alla viðburði - Sjá einnig viðburðadagatalið á vef Landspítala.
Skipuleggjendur viku opins aðgangs/opinna vísinda vonast eftir góðri þátttöku íslenskra rannsakenda og annars áhugafólks um opin vísindi í viðburðum. Sérstaklega hafa ungir rannsakendur verið hvattir til að skrá sig og taka þátt. Bókasafnasjóður veitti styrk til samstarfshópsins til að standa straum af kostnaði við dagskrána.