Starfsemi tengd Landspítala fékk fimm nýsköpunarstyrki í heilbrigðisþjónustu frá Fléttunni við úthlutun í október 2023, samtals tæpar 46 milljónir króna.
Fléttan eru styrkir sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni kerfisins. Til ráðstöfunar árið 2023 voru 100 milljónir króna.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti 9. október 2023 úthlutun á tólf Fléttustyrkjum til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu.
Nýsköpunarstyrkirnir fimm sem tengjast Landspítala:
Sidekick Health (Landspítali og Ljósið) - 12.000.000
- Stafrænn stuðningur við brjóstakrabbameini
Tiro ehf. - 8.000.000
- Diktering á íslensku í heilbrigðiskerfinu
Kara Connect ehf. - 6.300.000
- Arðbær fjárfesting í velferð starfsmanna
Data Lab Ísland - 11.500.000
- Hagnýting stafrænna gagna
Medvit Health - 8.000.000
- Taugin – verkfæri við taugasálfræðimat á heilabilun og heilaskaða