Á málþingi 5. október 2023 um skynsamlega endurskoðun lyfjameðferðar var fjallað um hvernig mætti taka á vaxandi fjöllyfjanotkun á Íslandi. Fólk væri tilbúið í næstu skref og fjallað var um stöðu klínískra lyfjafræðinga sem gegni lykilhlutverki í því að aðstoða lækna við að ráða fram úr flóknum lyfjaávísunum og lyfjalistum.
Hápunktar málþingsins í myndskeiðum
Viðmælendur í myndskeiðinu að neðan:
- Margrét Ólafía Tómasdóttir, heimilislæknir og yfirlæknir á þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
- Margrét Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri SELMU teymis (heimahjúkrun)
- Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur á Landspítala
- Bjarni Sigurðsson, lyfjafræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og lektor við læknadeild HÍ
Lyf án skaða er alþjóðlegt gæðaátak sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hóf árið 2017 en á Íslandi hófst það árið 2020 .
Bakhjarlar: Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið.
Helstu samstarfsaðilar: Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Lyfjafræðingafélag Íslands og Lyfjastofnun.