Stjórnmálamenn úr þremur flokkum á Alþingi heimsóttu Landspítala í kjördæmavikunni í október 2023 og kynntu sér starfsemi af ýmsu tagi.
Í kjördæmavikum setja alþingismenn hefðbundin störf sín til hliðar en heimsækja þess í stað fólk og fyrirtæki í kjördæmum sínum.
Heimsóknir í kjördæmavikunni í október:
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Birgir Ármannsson forseti Alþingis heimsóttu Brjóstamiðstöð Landspítala og fengu kynningu á nýsköpunarmálum
- Þingmenn Pírata heimsóttu Landakot og fræddust um öldrunarþjónustuna.
- Þingmann Viðreisnar heimsóttu þróunarsvið og fræddust um nýsköpun og þróunarverkefni í spítalastarfseminni.