Þjónusta á Landspítala við 67 ára og eldri sem mjaðmabrotna styrkist með nýrri mjaðmabrotadeild þar sem litið verður til orsaka og afleiðinga í víðu samhengi.
Með nýju skipulagi verður eldra fólki sem verður fyrir því að mjaðmabrotna mætt með þverfaglegri nálgun en verið hefur. Í því felst meðal annars að öldrunarlæknar komi fyrr að þjónustunni og byrjað verði með endurhæfingarferlið sjálft fyrr en áður. Það sem einnig breytist er að farið verður að skoða það sem gerðist í víðara samhengi til að meta hver var í reynd orsök byltunnar og reyna með því að koma í veg fyrir fleiri byltur. Þannig má segja að farið verði að líta á byltuna sjálfa og brotið meira sem „einkenni“ en sérstakt óhapp enda margt af því fólki sem dettur og brotnar með sjúkdóma sem gætu hafa leitt til byltunnar.
Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt við fagfólk í öldrunarþjónustu og bæklunarlækningum á Landspítala um þessar breytingar á nálgun vegna byltna 67 ára og eldri.
Viðmælendur:
Anna Björg Jónsdóttir, yfirlæknir á öldrunarlækningadeild
Rut Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur á heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild B6
Bergrún Sigríður Benediktsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild B6
Svanborg Guðmundsdóttir, yfiriðjuþjálfi á Landakoti