Málþing um skynsamlega endurskoðun lyfjameðferðar, Lyf án skaða, verður haldið 5. október 2023 á Reykjavík Natura / Berjayja Iceland hótelinu að Nauthólsvegi 52 í Reykjavík - einnig í streymi.
Markmið málþingsins er að fylgja eftir vitundarvakningu um lyfjaöryggi landsmanna og opna umræðu um mikilvægi þess að endurskoða reglulega lyfjameðferð fólks á landinu.
- Aðalfyrirlesari: Dr. Emily G. McDonald sem er lektor í læknisfræði með undirsérgrein í almennum lyflækningum við McGill University Health Centre í Montreal í Kanada.
- Málþingið er ætlað hagsmunaaðilum íslenska heilbrigðis- og velferðarkerfisins og þeim er taka stefnumótandi ákvarðanir hér á landi sem tengjast því.
- Dagskrá milli kl. 8:30 og 15:30.
Málþinginu verður streymt á Youtube - smella hér