Fæðingarvakt Landspítala hefur fengið að gjöf ómtæki og spjaldtölvu frá Rebekkustúkunni nr. 7, Þorgerði I.O.O.F.
Gjöfin var afhent starfsfólki á deildinni 25. september 2023.
Vscan ómtækið er þráðlaust, frá General Electric (GE), og því tengist spjaldtölva.
Tækið verður notað af ljósmæðrum Fæðingavaktar Landspítala við mat á framgangi fæðingar, stöðu barns, magni þvags i blöðru og fleira.
Á deildinni fer um þessar mundir fram rannsókn á möguleikum á notkun ómtækis; á kvið og spöng, til mats á framgangi fæðinga og upplifun kvenna af mun frá hefðbundnum skoðunum við mat á framgangi. Tækið mun vera mikil lyftistöng fyrir rannsóknina og bætir möguleika ljósmæðra almennt á notkun ómtækja í fæðingum.
Ómtækið er fyrsta tækið á deildinni af þessari stærðargráðu þar sem önnur tæki er mun fyrirferðarmeiri, það er einnig vatnshelt.
Starfsfólkið er Þorgerðar-systrum mjög þakklátt fyrir stuðninginn.