„Varðar mig eitthvað um krabbameinsrannsóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við“ er yfirskrift málþings sem Krabbameinsfélagið býður til á alþjóðadegi krabbameinsrannsókna fimmtudaginn 21. september 2023 kl. 16:30 að Skógarhlíð 8 í Reykjavík.
Dagskrá
- Bráðhress með fjórða stigs sortuæxli - Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum
- Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins - Áfram veginn - Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins
- Vísindafólk segir frá rannsóknum sínum - Valgerður Jakobína Hjaltalín og Jón Þórir Óskarsson
- Vísindi og rannsóknir í krabbameinsþjónustu á Landspítala frá sjónarhóli sérfræðings og notanda - Dr. Sigurdís Haraldsdóttir, dósent við læknadeild HÍ og yfirlæknir á Landspítala og Stefán Heiðar Brynjólfsson
Fundarstjóri: Hlíf Steingrímsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins.