Kiwanismenn í Kötlu hafa enn fært leikstofunni á Barnaspítala Hringsins dúkkur til að gefa börnum á spítalanum. Fulltrúi þeirra leit inn á leikstofuna í ágúst 2023 með fjöldan allan dúkkum sem börn á Barnaspítalanum eiga eftir að njóta. Fyrir nokkrum árum gáfu Kiwanismennirnir líka töskur fyrir dúkkurnar.
Það eru að verða þrjátíu ár síðan fyrstu Kötludúkkurnar voru afhentar Barnaspítala Hringsins. Til er bréf þar sem þessari merkulegu gjöf er lýst. Þetta bréf er nærri þrjátíu ára gamalt og fylgdi fyrstu dúkkugjöfinni. Þar kemur fram að þessi einkennalausa tuskudúska, sem varð til í Ástralíu, hafi hjálpað mörgum börnum að takast á við þá erfiðleika sem þarf að mæta í framandi sjúkrahúsumhverfi.
Kötludúkkurnar eru hvítar og einkennalausar. Börnin fá dúkkurnar til eignar og þær fylgja þeim meðan á dvölinni á Barnaspítalanum stendur. Dúkkurnar útskrifast svo með barninu.