Hildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið sett sem deildarstjóri flæðisdeildar til eins árs frá 1. september 2023.
Hildur Helgadóttir er hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands 1985 og lauk síðan meistaraprófi í hjúkrun 1989 og meistaraprófi í verkefnastjórnun 2007.
Hún hefur gegnt fjölmörgum störfum í gegnum tíðina, fyrst á Borgarspítala, síðar Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landspítala og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Meðal annars má nefna að hún hefur gegnt stöðu deildarstjóra smitsjúkdómadeildar og lungnadeildar, var innlagnastjóri spítalans um 5 ára skeið frá 2007-2012, sinnti verkefnastjórastarfi á lyflækningasviði/aðgerðasviði/meðferðasviði, tók stuttlega við starfi forstöðumanns krabbameinsþjónustu og síðar hjúkrunarfræðings í útskriftarteymi spítalans. Hildur hefur verið verkefnastjóri farsóttanefndar frá 2018 og þegar heimsfaraldur Covid reið yfir í ársbyrjun 2020 fór hún alfarið til starfa fyrir farsóttanefnd. Hún hefur verið formaður nefndarinnar frá 2022.
Um flæðisdeild: Hlutverk flæðisdeildar Landspítala er að samhæfa flæði sjúklinga frá innlögn til útskriftar þannig að þjónusta sé veitt í samræmi við heilsufar og þörf einstaklingsins fyrir sérhæfða þjónustu. Einnig að veita fagfólki, sjúklingum og aðstandendum þjónustu við flóknar útskriftir og greiningu og meðferð aldraðra