Katrín Þórarinsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir gigtarlækninga á Landspítala frá 1. september 2023.
Katrín lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands 2006, sérnámi í gigtarlækningum frá Göteborgs University Svíþjóð 2015 og doktorprófi árið 2019 frá sama skóla. Hún starfaði sem kandídat og deildarlæknir við Landspítala 2006-2009 og á Sahlgrenska University Hospital sem sérnámslæknir 2010-2015, gigtlæknir 2015-2022 og yfirlæknir á gigtardeild hluta af árinu 2022 þar til hún snéri aftur til starfa á Landspítala sem gigtarlæknir.
Katrín gegndi nýdoktorsstöðu við Háskólann í Cambridge 2020-2022.
Auk þess að starfa á Landspítala er Katrín aðjúnkt við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og formaður fræðslustofnunar Læknafélags Íslands fyrir Læknadaga 2024 og 2025.
Katrín hefur mikla reynslu í skipulagningu og stjórnun námskeiða og hefur hlotið fjölda rannsóknarstyrkja á ferli sínum.