Laugarásinn meðferðargeðdeild nýtur velvildar og stuðnings sem fólk sýnir oft í verki líkt og stúlkurnar gerðu sem voru að ljúka prófum í 10. bekk í Kársnesskóla í sumarbyrjun 2023. Stúlkurnar héldu kökusölu, söfnuðu 50 þúsund krónum og færðu Laugarásnum að gjöf. Féð var nýtt til að kaupa eitt og annað fyrir þjónustuþega svo sem píluspjald með öllu tilheyrandi.
Á myndinni eru stúlkurnar úr Kársnesskóla, þær Nelliann, Ásdís, Ásthildur og Herdís. Á milli þeirra eru Sandra Sif deildarstjóri og Úlla aðstoðardeildarstjóri sem tóku við gjöfinni.