„Rannsóknir og nýsköpun“ er yfirskrift ráðstefnu sem Blóðbankinn stendur fyrir 1. september 2023 ásamt Háskólanum í Reykjavík.
Ráðstefnan verður í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík, kl. 15:00-17:30, og er í ráðstefnuröð í tilefni af 70 ára afmæli Blóðbankans sem hóf starfsemi 1953. Hún er öllum opin.
Rannsóknir og nýsköpun - dagskrá
Þessi ráðstefna er númer tvö í ráðstefnuröð Blóðbankans á afmælisárinu. Sú fyrsta var 31. mars og snerist um gæðavottanir í heilbrigðisþjónustu. Þriðja og síðasta ráðstefnan verður 17. nóvember.