Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík fá í samstarfi við Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri 165 milljóna króna styrk til uppbyggingar færni- og hermikennslu í heilbrigðisvísindum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra undirrituðu ásamt fulltrúum stofnanna samning þess efnis 15. júní 2023.
Í þessari kennslu felst að herma með tæknjabúnaði eða leiknum sjúklingum eftir raunverulegum aöstæðum eða inngripi í öruggu umhverfi með leiðbeinanda.
Markmið samningsins er að efla menntun í heilbrigðistengdum greinum, stuðla að fjölgun heilbrigðisstarfsfólks og auka samstarf íslenskra háskóla og kennslusjúkrahúsa.