„Nú stendur yfir vinna við skilgreiningu mönnunarviðmiða og endurskoðun á vinnufyrirkomulagi með það að markmiði að hver heilbrigðisstarfsmaður vinni störf þar sem hæfni, menntun og reynsla viðkomandi nýtist sem best. Þessi vinna fellur ekki alltaf vel í kramið hjá okkar ágætu fagstéttum sem byggja á ríkum hefðum sem oft eiga sér djúpar og sögulegar rætur. Í áratugi höfum við tekist á um hvar ábyrgð einnar fagstéttar sleppir og önnur fagstétt tekur við. Við verðum að finna leiðir til að skipuleggja starfsemina á þann veg að hægt sé að veita sem flestum þjónustu í hæsta gæðaflokki. Það blasa engar töfralausnir við en þó skref sem má taka og það ber okkur að gera. Við verðum óhjákvæmilega að skapa ný störf innan spítalans sem styðja við hlutverk okkar sérhæfða starfsfólks.“
Úr ávarpi Runólfs Pálssonar forstjóra á ársfundi Landspítala 5. maí 2023.
Ávarpið er birt í heild á ársskýrsluvef Landspítala 2022