>>>>> Streymi á Facebook síðu Landspítala
Ársfundur Landspítala 2023 verður í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 5. maí, kl. 14:00 til 16:00.
Fundurinn verður í beinni útsendingu á miðlum spítalans.
- Yfirskrift ársfundarins er „Í góðum tengslum - fagleg samskipti í starfsemi Landspítala.“
- Ávörp flytja Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Runólfur Pálsson forstjóri.
- Ársreikningur 2022 verður kynntur og starfsfólk heiðrað.
- Á ársfundinum verður fjallað um nýtt skipurit, samskipti í daglegu starfi, samskiptasáttmála og samskiptastefnu.
Smella á myndina af dagskránni til að stækka hana.