Dagur sálgæslu á Landspítala 2023 er að þessu sinni helgaður starfslokum Rósu Kristjánsdóttur djákna. Dagskrá verður í Hringsal á Landspítala Hringbraut mánudaginn 24. apríl kl. 10:00 til 14:30. Einnig í beinu streymi á Facebook-síðu Landspítala,
Allir eru velkomnir.
- „Sálgæsla á sjúkrahúsi - nærvera í umhyggju og virðingu fyrir manneskjunni“ er yfirskrift Dags sálgæslu á Landspítala 2023. Fluttur verður fjöldi fyrirlestra sem tengjast málefninu.
- Fundarstjórar eru Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir og Ingólfur Hartvigsson sjúkrahúsprestar.
Rósa Kristjánsdóttir lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands haustið 1977. Hún vann lengst af sem hjúkrunarfræðingur við lungnadeild Vífilsstaðaspítala og slysadeild Borgarspítalans. Hún stundaði nám í guðfræðideild HÍ, útskrifaðist sem djákni 1995 og vígðist til þjónustu við Landspítalann í febrúar sama ár.
Rósa stundaði klínískt nám í sálgæslufræðum við Sentralsykehuset í Akersus í Noregi 1999 og lauk enn fremur námi í sálgæslufræði við Endurmenntun HÍ árið 2003: „Siðfræðileg álitamál og sálgæsla við lífslok.“