„Hundrað daga sprettir“ er ný leið á Landspítala til að nálgast verkefni og vinna úr þeim hvort heldur er í greiningu, þróun eða innleiðingu. Þverfagleg teymi vinna nú að miðlægum verkefnum sem nýtast yfir allan spítalann í stað einstaklinga eða smærri teyma inni á starfseiningunum.
Svava María Atladóttir framkvæmdastjóri þróunar lýsir ávinningi af þessu verklagi í viðtali.