Félag um klínískar lækningarannsóknir á Íslandi (FKLÍ) vekur athygli á fjölbreyttu rafrænu námsefni um rannsóknarlækningar sem er nú þegar í notkun á rannsóknardeildum Landspítala og í gjaldfrjálsum aðgangi á Netinu. Kynning á efninu verður á Landspítala 29. mars 2023.
AACC Adaptive Learning for Laboratory Medicine er gagnvirkt „prógram“ sem nýtist byrjendum og sérfræðingum til náms, endurmenntunar og undirbúnings fyrir próf til starfsréttinda. Í því eru yfir 100 námskeið í öllum greinum rannsóknaRlækninga (annarra en vefjameinafræði) og flest eru í tveimur útgáfum, þ.e. Advanced og Medical Laboratory Scientists (MLS). Námskeiðin má nýta til kennslu og fyrir BS-, MS- og doktorsnema í lífvísindum á breiðum grundvelli.
Í lok marsmánaðar kemur til Íslands Nader Rifai, prófessor í meinafræði við Harvard Medical School, driffjöður þessara námskeiða og fræðslu á vegum AACC og AFCC. Nader kynnir prógrammið hér á landi og með honum verður Ingibjörg Hilmarsdóttir, sérfræðilæknir við sýkla- og veirufræðideild Landspítala og ritstjóri/höfundur námskeiða í prógramminu.
- Kynningin verður í Hringsal miðvikudaginn 29. mars og hefst kl 15:00.
- Markhópurinn eru allir þeir sem vinna í lífvísindum, starfsmenn rannsóknarstofa, kennarar og nemendur.
- Tengiliðir vegna kynningarinnar eru Leifur Franzson, erfða - og sameindalæknisfræðideild Landspítala, og Ólöf Sigurðardóttir, klínískri lífefnafræðideild Landspítala.