Hringskonur komu 21. mars 2023 færandi hendi á barna- og unglingageðdeild Landspítala - BUGL með tæki til að nota í starfseminni.
Kvenfélagið Hringurinn hefur verið óþreytandi við að styrkja hvers kyns starfsemi á Landspítala sem tengist lækningum og umönnun barna. Að þessu komu Hringskonur og afhentu barna- og unglingageðdeild að gjöf hjartalínuritstæki og lífsmarkamónitor. Báðum þessum tækjum er ætlað að auka öryggi skjólstæðinga sem þiggja þjónustu á BUGL.
Hringskonum var innilega þökkuð hugulsemin og sá stuðningur sem í henni felst við starfið á barna- og unglingageðdeildinni.
Mynd: Anna Björk, Lilja, Ingibjörg Guðlaug, Guðrún, Björn (yfirlæknir) og Þórhildur (frá BUGL).
Barna- og unglingageðdeild Landspítala - BUGL