Óráð getur verið birtingarmynd alvarlegra veikinda eða versnunar. Skimun og greining er forsenda þess að hægt sé að taka rétt á vandanum.
Fyrirbyggjandi meðferð skilar mestum árangri og vinnur best gegn helstu orsakaþáttum óráðs. Góð hjúkrun og hjúkrunarskráning er afar þýðingarmikil til að varpa ljósi á einkennin og sem grunnur að réttum viðbrögðum til að bæta útkomu sjúklinga. Markmiðið er að minnka tíðni óráðs og fylgikvilla þess. Að sama skapi er þýðingarmikið að læknar staðfesti greiningar á óráði í dagála sjúklings.
Mörg sóknarfæri liggja hjá heilbrigðisstarfsfólki, í samvinnu við aðstandendur, að vinna kerfisbundið að því koma í veg fyrir óráð, bæta útkomu sjúklinga og auka lífsgæði þeirra.
Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt við Sólborgu Þóru Ingjaldsdóttur hjúkrunarfræðing um framangreint í tilefni af alþjóða vitundarvakningardeginum um óráð sem var 15. mars. Í vikunni hefur daglega verið birt ýmis konar fræðsluefni um óráð á miðlum Landspítala. Í viðtalinu eru myndskeið úr fræðslumyndinni „Hvað er óráð?“ þar sem Kristbjörg Kjeld leikkona leikur óráðssjúkling.
13. mars 2023 - Hvað er óráð?
14. mars 2023 - Greining á óráði og forvarnir
15. mars 2023 - Alþjóðlegi vitundarvakningardagurinn um óráð
16. mars 2023 - Sjúklingur með óráð eftir aðgerð
Vissir þú…
- að þunglyndi og vanvirkt óráð hafa svipaða birtingarmynd
- að alltaf skal útiloka óráð áður en beðið er um ráðgjöf geðlæknis
- að einföld leið til að skima fyrir óráði er að láta sjúkling telja niður frá 20 eða telja upp mánuði árs frá desember að janúar