Í tilefni af alþjóðavitundarvakningardeginum um óráð 15. mars 2023 er í þessari viku fjallað um þetta vandamál fólks með fjölbreyttu fræðsluefni á miðlum Landspítala.
Það er vel þekkt að margir fá óráð eftir aðgerðir. Í meðfylgjandi myndbandi er viðtal við sjúkling sem fór í hjartaskiptaaðgerð í Svíþjóð og eiginkonu hans.
13. mars 2023 - Hvað er óráð?
14. mars 2023 – Greining á óráði og forvarnir
15. mars - Alþjóðlegi vitundarvakningardagurinn um óráð
Vissir þú…
- að meðferð við óráði er alltaf að greina orsök og meðhöndla
- að algengar orsakir óráðs eru sýkingar, verkir, þvag- og hægðatregða, lyf, fráhvörf, truflun á blóðgildum, þurrkur
- að athyglisbrestur er mest áberandi einkenni óráðs
- að fyrri saga um óráð eykur líkur á óráði