Sjúklingar sem fara í óráð upplifa þjáningu og ótta. Mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfsfólk að gera sér grein fyrir þessari þjáningu og mæta manneskjunni þar sem hún er. Eftir óráð þarf fólk að fá stuðning og úrvinnslu á upplifun sinni.
Í þessari viku er í miðlum Landspítala fjallað um óráð í tilefni af alþjóðlegum vitundarvakningardegi um óráð sem er í dag, 15. mars.
Óráð er algengt vandamál og telst helsta ástæðan fyrir byltum á sjúkrahúsum. Einkenni þess er meðal annars truflun á athygli, meðvitund, vitrænni getu og skyntúlkun.
Í myndbandinu sem hér fylgir, Óráðið hans Jóns míns, er lýst raunverulegu óráðstilfelli á hjartadeild Landspítala.
13. mars 2023 - Hvað er óráð?
14. mars 2023 – Greining á óráði og forvarnir
Vissir þú…
- að allt að 30% sjúklinga á lyflækningadeildum fara í óráð
- að um 1000 sjúklingar eru þegar með óráð við komu á bráðadeild Landspítala á ári (útreikningar miðað við tölur úr rannsóknum og fjölda sjúklinga á ári)
- að sjúklingar sem fara í óráð útskrifast frekar á hærra þjónustustig