Á vefsíðunni „Óráð er óráð“ á vef Landspítala má finna ýmis „verkfæri“ og fróðleik um óráð. Vakin er athygli á henni í tengslum við alþjóðavitundarvakningardaginn um óráð sem er 15. mars. Á vefsíðunni eru veggspjöld um óráð. Veggspjaldið sem sýnt er hér fyrir neðan lýsir viðurkenndum ráðum til að fyrirbyggja óráð hjá öldruðum.
Fólk í óráði missir gjarnan tengingu við raunveruleikann og til að hjálpa því er beitt svokallaðri raunveruleikaglöggvun sem felst í því að gera grein fyrir stund og stað. Klukkur og dagatöl geta verið hjálpleg, á Landspítala er í þessum tilgangi haft dagatal, klukka og lógó spítalans á sjónvarpsrás 50 á sjúkrastofum, eins og sýnt er á myndinni fyrir neðan.
Myndirnar fyrir neðan eru stækkaðar með því að smella á þær.
Matstækið 4AT er bæði hægt að nota til skimunar fyrir óráði og greina það þannig.
Elfa Þöll Grétarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun, segir frá því á meðfylgjandi myndbandi.
13. mars 2023 - Hvað er óráð?
Vissir þú…
- að óráð lengir sjúkrahúsdvöl um viku að meðaltali
- að vanvirkur sjúklingur er mjög líklega í lágstemmdu óráði
- að til að meðhöndla óráð þarf að greina orsök sem alltaf er líkamleg
- að allt að 50% skurðsjúklinga fara í óráð eftir aðgerð