Í tilefni af vitundarvakningardegi um óráð 15. mars 2023 verður í þessari viku birt á miðlum Landspítala margs konar efni sem tengist því.
- Óráð (delirium) er algengt vandamál sem margir glíma við. Einkenni þess er meðal annars truflun á athygli, meðvitund, vitrænni getu og skyntúlkun. Óráð er helsta ástæðan fyrir byltum á sjúkrahúsum.
- Óráð er nánast alltaf vísbending um versnun á ástandi sjúklings svo sem blæðingar, sýkingar, þvagteppu, truflun á saltbúskap, verki og hægðatregðu. Þess vegna er óráð bráðavandi sem þarf að taka alvarlega og leita að orsökinni til að leiðrétta ástand og koma í veg fyrir enn frekari versnun.
Í meðfylgjandi fræðslumynd er leitast við að svara þeirri spurningu hvað óráð sé með því að segja frá birtingarmyndum þess og draga fram muninn á því og heilabilun. Viðmælendur eru heilbrigðisstarfsfólk, fyrrverandi óráðssjúklingur og aðstandendur fólks sem hefur þjáðst af óráði. Kristbjörg Kjeld leikkona leikur óráðssjúkling.
Vissir þú…
- að hægt er að fyrirbyggja að minnsta kosti 30% óráðstilfella
- að áætla má að um 85% óráðstilfella á Landspítala séu ógreind
- að í 70% tilfella óráðs er um lágstemmt óráð að ræða - vanvirkur sjúklingur
- að að minnsta kosti helmingur bylta tengist óráði