Neyðarmóttakan á Landspítala er 30 ára og í tilefni af því var haldið málþing 8. mars 2023 í Blásölum á Landspítala Fossvogi.
Á málþingið voru boðaðir helstu samstarfsaðilar neyðarmóttökunnar gegnum tíðina; fulltrúar frá lögregluembættum í Reykjavík, Suðurlandi, Suðurnesjum og Akureyri, einnig stjórnendur bráðamóttökunnar, fulltrúar framkvæmdastjórnar Landspítala, læknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og lögmenn sem eru í neyðarmóttökuteyminu.
Tilgangur málþingsins var að líta um öxl sem og fram á veginn. Eins að efla og viðhalda því mikilvæga samstarfi sem þessir aðilar eiga og hafa átt í gegnum tíðina.
Fyrirlesarar á málþinginu voru Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir verkefnastjóri neyðarmóttöku, Agnes Björg Tryggvadóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði og teymisstjóri áfallateymis Landspítala, Guðný Tómasdóttir, sérfræðingur frá tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.
Þorkell Þorkelsson ljósmyndari tók myndirnar á málþinginu.
Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis